Smári

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Peysan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningu í laska. Fallegt tíglamunstur með hnútum (poppi) er meðfram boðung og niður. Munstur er þannig að þú getur sleppt poppi, og prjónað þar sléttar lykkjur. Svona ef þú vilt ekki, kannt ekki eða bara finnst ekki smart að hafa popp.

Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. Það er hvernig þú kæri prjónari vinnur með garnið. Einnig mæli ég með að þú takir ummál á barninu og ákveðir svo stærð til að prjóna.

Stærð:                    6-12 mánaða, 1, 2 , 3, 4, 6 til 8 ára

Ummál í cm:          56, 58, 64, 65, 70, 74

Tillögur að garni:    Sandnes merinoull eða sambærilegt garn

Magn í gr:              200, 250, 250 300, 350, 350

Prjónafesta:           22/10 á prjóna nr. 3,5

 

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

 


 

 


Við mælum með