Stuttbuxur

  • 0 ISK kr
VSK innifalin í verði


Þetta eru það sem við kölluðum sumarstuttbuxur og gáfum landanum. Þær eru samt ekki endilega, eingöngu, nothæfar yfir sumarið enda krúttlegt og töff að vera í stuttbuxum allt árið.

Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og niður, með böndum að aftan og smá púff skálmum. Uppskriftin er auðveld og tilvalin fyrir byrjendur að spreyta sig. Lengra komnir prjónarar geta gert alls konar útúrsnúninga að vild. Ég notaði Dale Lille Lerki sem er blanda af merinoull og bómull, sem hentar einstaklega vel í sumar og inniflíkur. Buxurnar eru víðar og eiga að vera smá ”loose”

Stærð:                    0 – 6 mánaða, 6-12 mánaða, 1, 2 , 3  ára

Ummál í cm:          56, 58, 60, 62, 64  

Tillögur að garni:    Dala Lille lerki

Magn í gr:              100, 100, 150, 150, 150

Prjónafesta:           24/10 á prjóna númer 3,5.

Þessi uppskrift er ókeypis :)