Jólahúfa 2019

  • 750 ISK kr
VSK innifalin í verði


Allir krakkar þurfa að eiga jólahúfu.

Þessi er einföld, fljótleg en falleg. Með gatamunstri sem mynda jólatré og til að toppa krúttlegheitin er perla á toppinum.

Hún miðuð við það garn sem ég notaði eða Pernilla frá Filcolana og ég bið þig að taka mið af því ef þú velur annað garn. Ég festi litlar perlur sem ég keypti í Söstrene Grene fyrir ofan munstrið. Mjög sætt !

Stærð:                    Lítil, miðstærð, stór. Miðað við uppgefið garn er það stærðir sem mundu passa  á sirka 8 mán til 2ja ára. 2ja ára til 6 ára (jafnvel 8 ára) 8 ára og uppúr. 

Tillögur að garni:    Pernilla frá Filcolana,  fæst hjá Garn í gangi eða í vefverslun www.garnigangi.is

Magn í gr:              Tvær dokkur í allar stærðir af Pernilla garni. Í minnstu fór ég með 1 dokku og smá afgang sem ég átti í hillunni minni 😊

Prjónafesta:           23/10 á prjóna nr. 3,5

Ég bið þig þess vegna  um að deila ekki uppskrift, heldur benda frekar á hvar er hægt að fá hana. Einnig bið ég um að uppskriftin sé ekki ljósrituð eða seld.

Einnig er hægt að sjá fleiri myndir af því sem ég er að gera á Facebook síðunni minni: https://www.facebook.com/ammaloppa/  eða á

Instagram https://www.instagram.com/amma_loppa/

.

Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla, farsældar og hamingju á komandi ári 😊

 


Við mælum með