Um mig
Amman og prjónakonan
Skrifað af Eðalrein Sæmundsdóttir þann
Þetta er Amma Loppa Ég heiti því stóra nafni Eðalrein Magdalena, skírð eftir móður ömmu minni sem , já var að vestan. Ég hef alltaf verið kölluð Ella Magga, nema maðurinn minn kallar mig oft Eðalrein, þegar hann skammar mig :) Ég er dóttir Auðar Árnadóttur, sem því miður fékk ekki að vera lengi með okkur og dó eftir margra ára hetjulega baráttu við krabbamein og Sæmundar Hinrikssonar, mannsins sem gaf mér DNA í skyri með rjóma. Þ.E tók mig sem sitt eigið barn þegar hann og mamma kynntust. Fædd og uppalin í Keflavík, dvaldi hjá ömmu og afa öllum...