Frost peysa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Ein þægileg og fljótleg krakkapeysa í hversdagsverkin. Víð og síð, kósí og hlý, í útileguna, leikskólann, undir pollagallann eða bara til að slá blettinn með afa.

Peysan er prjónuð í hring ofan frá og niður með rúllukraga sem að sjálfsögðu má sleppa ef þú vilt og gera venjulegt hálsmál. Munstur er hefðbundnu slétt og brugðið og er eingöngu framan á peysunni, munstrið er þétt og gerir það að verkum að peysan kippist upp að framan sem er bara nokkuð smart. Peysan á að vera víð og er miðað við ca 8 cm viðbót við venjulega yfirvídd, munstrið að framan tekur aðeins til sín af víddinni

Ummál eru reiknuð út frá prjónafestu á uppgefnu garni.

Stærð:                    1, 2, 3, 4, 5, 6 til 8 og 8 til 10  ára.

Ummál peysu í cm:    60, 64, 69, 73, 78, 84, 89

Tillögur að garni:    Peruvian High land ull frá Filcolana, garnið fæst hjá Garn í gangi eða netverslun www.garnigangi.is

Magn í gr:              200, 250, 250, 300, 300, 350, 400 gr af uppgefnu garni.

Prjónafesta:           18/10 á prjóna nr. 5

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með