Loki
Bubbluprjónið hefur verið vinsælt í alls konar flíkum, enda krúttlegt og skemmtilegt prjón. Loki er prjónuð ofan frá og niður, listar meðfram boðung eru prjónaðir jafnóðum og það kemur vel út í bubblunum að hafa garðaprjón með svo það er rönd af garðaprjóni í hliðinni líka. Sléttar ermar með smá uppábroti gefa svo stæl.
Stærð: 6-12 mánaða, 1, 2 , 3, 4, 5, 6 ára.
Tillögur að garni: Sandnes Merinoull eða sambærilegt garn. Mæli ekki með Alpakka garni eða alpakka blöndu. Munstrið verður einfaldlega ekki eins fallegt.
Magn í gr: 200, 200, 250, 300, 350, 350, 400
Prjónafesta: 22/10 á prjóna nr. 3,5
Uppskriftin berst á rafrænu formi þegar greiðsla hefur verið staðfest.