Regn buxur og peysa

  • 2.000 ISK kr
VSK innifalin í verði


Athugið að þetta er uppskrift af buxum og peysu

Dásamlegt sett með einföldu munstri sem gerir samt  svo mikið . Frábært undir pollagallann eða útigallann á leikskólanum. Svo bara svo töff í gönguferðina eða ísbíltúr.

Peysan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður með útaukningu í laska. Listarnir eru teknir upp eftir á. Peysan er með fallegu munstri sem er auðvelt að prjóna og eru sléttar og brugðnar lykkjur rétt eins og í Regn heilu peysunni. Nokkuð einföld í vinnslu.

Buxurnar eru prjónaðar neðan frá. Byrjar á skálmum og setur þær síðan saman í klofinu. Það eru stuttar umferðir við strenginn og þú velur sjálf hvort þú vilt hafa axlarbönd eða lokaðan streng með teygju. Böndin eru staðsett við miðju að framan og aftan og halda vel við buxurnar.

Þetta sett er gefið upp í Pernilla 100% ull,  sem hentar vel í settið. Prjónafesta á því er 22/10 en með þessu munstri fer það í 24/10 þar sem munstrið tekur vel til sín. Þú skalt passa upp á það ef þú ætlar að nota annað garn.

Stærð:                    6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4 ára.

Ummál í cm:          52, 55, 60, 62, 66// Ummál í mitti buxur 56, 58, 60, 62, 64

Uppgefið garn:       Pernilla frá Filcolana,  fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun  www.garnigangi.is

Magn í gr:              peysa/buxur 100, 150, 150, 200, 200/ 100, 100, 150, 150, 150

Athugið að garn magn er miðað við hvora flík, ef þú ætlar að hafa sama lit á báðum flíkum  geri ég ráð fyrir að þú getir sparað þér ca. 50 gr.

Prjónafesta:           24/10 á prjóna nr. 4

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með