Desember
Jólapeysa
Höfundur: Ella Magga. Hugmynd og meðhöfundur: Kristín
Báðar dætur Sæmundar
Jólapeysa var ekki á planinu hjá mér, aldrei! Svo gerði systir mín svona dásamlega peysu á ömmustrákinn sinn ein jólin með alls konar skemmtilegum munsturmyndum. Við ákváðum að nýta hugmyndina og gefa út uppskrift af jólapeysu handa krökkunum í okkar útfærslu.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, útaukningarnar eru gerðar með jöfnu millibili . Peysan er heilmunstruð og skemmtilegt verkefni í munsturprjóni og skammdeginu fyrir jólin Munstur og litir gera þessa að uppáhalds hjá krökkunum þar sem myndirnar eru miðaðar við að peysan verði skemmtileg😊
Gott að vera með tæknina að „festa“ þræðina á milli til að spottar verði ekki of langir á milli lita. Stærðirnar eru miðaðar við að vera með ca 10 til 12 cm umfram brjóstvídd á barni. Það er alltaf betra að taka stærð sem passar við yfirvídd á barni heldur en aldur.
Jólin eru einu sinni á ári svo það er gott að vera búin með þessa í október eða byrjun nóvember svo krakkinn geti notað hana vel.
Stærð: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 8, 10 ára
Ummál í cm: 62, 68, 71, 74, 77, 80, 83, 86
Tillögur að garni: Kelbourne Camper, 100% ull , fæst hjá www.rendur.is
Magn í gr: Grunnlitur: 100, 150, 150, 150, 200, 200, 200, 200. Ein dokka af hverjum munsturlit í allar stærðir
Prjónafesta: 26/10 á prjóna nr. 3,5
Þú þarft að nota hringprjón og sokkaprjóna nr.2,5 og 3,5. Prjónamerki og nál til frágangs.
ATH að þetta er uppskrift af peysu, húfan er Desember jólahúfa og fæst hér :
https://ammaloppa.is/collections/nyjar-vorur/products/desember-jolahufa
Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka
Reikningsupplýsingar : 0123 - 26 - 201091 og Kennitala: 010865 - 3369
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .