Eldbjörg

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Ein svona með svolítið 80s útliti. Hugmyndin kom þegar ég var að skoða gamlar myndir af stelpunum mínum sem áttu svona litríkar og skemmtilegar peysur.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningum í berustykki. Munstur er einfalt og því tilvalið fyrir byrjendur og óvana að spreyta sig á þessari.

Ég notaði bjarta liti í munstur og sem aðallit og finnst flíkin verða skemmtilegri fyrir vikið, einnig er hægt að nota alls konar liti og nýta afganga eða hafa hana tvílita, munstrið bíður alveg upp á það. Ermarnar eru röndóttar en auðvitað er hægt að gera munstraðar ermar og eru leiðbeiningar með það.

Garnið sem ég nota í þessa uppskrift er Pernilla frá Filcolana, 100% ull sem er létt og góð. Athugið að þó prjónafestan á uppgefnu garni sé 22/10 þá er ekki klárt mál að það henti að nota allt garn með DK prjónafestu.

Stærð:                    1, 2, 3, 4, 6 til 8 ára.

Ummál í cm:          65, 68,74, 78, 87

Tillögur að garni:    Pernilla frá Filcolana, 175 metrar í 50 gr.

Magn í gr:              150, 200, 250, 250 250  hér er miðað við heildarþyngd af garni. Afgangar henta vel í þessa peysu  

Prjónafesta:           22/10 á prjóna nr. 4

Þú þarft að nota hringprjón og sokkaprjóna nr. 3,5 og 4 og lítinn hringprjón númer 3 fyrir hálsmál , prjónamerki og nál til frágangs.

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með