Frost kjóll

  • 1.350 ISK kr
VSK innifalin í verði


Frost línan hefur verið svo ótrúlega vinsæl hjá mér, einföld og smart. Það eru margar litlar dömur í kringum mig sem vilja vera í kjólum og fínar á leikskólanum svo ég ákvað að Frost kjóll væri smá must til að eiga í fataskápinn.

Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður, fram og til baka þar til útaukningum er lokið. Hann er hnepptur að framan og listarnir eru prjónaðir jafnóðum. Það er munstur á ermum og bol , þetta klassíska vinsæla „Frost“ munstur .

Mæli með að velja garn sem er ekki of heitt svo það sé meiri not fyrir þennan kjól😊 Garnið sem ég gef upp er ótrúlega drjúgt enda 350 metrar á dokku. Það er létt og flíkin verður ekki þykk og þung eins og oft er með bómullarblandað garn.

Stærð:                    6 mán, 1, 2, 3, 4, 5 ára.

Ummál í cm:          55, 56, 59, 63, 66, 68

Tillögur að garni:    Holst coast, tvöfaldur þráður fæst hjá Garn í gangi og á netsíðu www.garnigangi.is

Magn í gr:              150, 200, 200, 250, 250, 300

Prjónafesta:           22/10 á prjóna nr. 4

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með