Rendur
Rendur er geggjuð hugmynd frá einni sem prufuprjónar fyrir mig 😊
Nema hvað, peysan er hrikalega flott með röndum auðvitað . Æðisleg á leikskóla, skóla og í afmælið.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, hún er einföld í vinnslu og ætti því að henta öllum bæði óvönum og vönum. Ég mæli með að nota uppgefið garn sem passar svo vel við þessa prjónfestu og peysan verður svo létt og fín.
Kelbourne Scout er 100% peruvian ull. Uppskrift og garnmagn miðast við það garn . Ef þú notar annað garn flíkin orðið stærri/minni og einnig getur garnmagn orðið annað.
Stærð: 6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 8 ára
Ummál í cm: 57, 61, 63, 67, 71, 75, 77, 79
Tillögur að garni: Kelbourn scout (selt í 100 gr hespum) fæst hjá Rendur á Sauðárkróki eða í netverslun www.rendur.is
Magn í gr:
Aðallitur: 100, 150, 150, , 200, 200, 250
Aukalitir : 50 gr af hvorum lit Upplagt að miða við að gera a.m.k. 2 peysur og samnýta liti eða að nota afgang í Regn húfu sem er svo sæt við.
ATH að húfan á mynd er Regn húfa og fylgir ekki með :)
Prjónafesta: 20/10 á prjóna nr. 4.5
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .