Teppið hennar Magdalenu

  • 650 ISK kr
VSK innifalin í verði


Það er svo ótrúlega gott að eiga mjúkt teppi til að nota fyrir barnið sitt. Þetta teppi varð til þegar von var á einni ömmustelpunni. Hún kom svo í heiminn 22.01 2022 og var vafin inn í hlýtt og mjúkt ömmuteppi.

5 mars 2022 fékk hún svo nafnið sitt: Magdalena Ösp

Teppið er með fallegu gatamunstri og garðaprjónsköntum. Þú getur aðeins ráðið stærðinni ef þú vilt með því að bæta við einni munsturmynd á breidd og þar með leikið þér með garn líka. Margir vilja frekar nota fínna garn í barnateppin en athugaðu að stærðin á þessu teppi miðast við uppgefið garn og prjónastærð. 

Ummál í cm:          sirka 75x80  

Tillögur að garni:    Sandnes merinoull

Magn í gr:              550 til 600 gr

Prjónafesta:           20/10 á prjóna nr. 4

Þú þarft að nota  langan hringprjón númer 4, mæli með 80 cm prjóni.

Á myndum er líka kjóll með sama munstri , kjóllinn heitir Ösp og er seldur sér

 

 

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

 


Við mælum með