Karenarpeysan

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Karenarpeysan er næsta viðbót við Karenarlínuna mína, peysan er með aðeins minni
púff- ermum en kjóllinn, samt hrikalega krúttleg ! Hlakka til að sjá allar litlu snúllurnar í peysunum sínum <3
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með smá púff-ermum og klauf í bakinu. Hún er prjónuð fram og til baka nokkra sentimetra og svo tengd saman og prjónuð í hring. Peysan er einföld, fljótleg og hentar vel fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Stærðir:                   1, 2, 3, 4, 5, 6-8, 8-10 ára.

Ummál í cm:           55, 57, 60, 63, 66, 70, 74

Tillögur að garni:    Dale Lille lerke eða annað sambærilegt garn.

Magn í gr:               200, 250, 250, 300, 300, 350, 400 (miðað við síðerma)

Prjónafesta:             26/10 á prjón nr. 3.


Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

Við mælum með