Hvönn

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Hrikalega sæt stelpupeysa, nú eða stráka ef þeim langar í svona . Dásamleg við leggings, buxur og ég veit ekki hvað.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður og fram og til baka til að byrja með. Það er klauf í bakið til að auðveldara sé að troða sér í hana. Peysan er víð og eru útaukningarnar settar inn í berustykkið nánast allar í einu sem gefur þetta skemmtilega og krúttlega útlit. Peysan er frekar einföld í vinnslu og mundi henta vel fyrir byrjanda eða óvana. Það má síkka hana um nokkra sentimetra og hafa hana sem kjól.

Stærðir og ummál eru miðuð við prjónafestu á uppgefnu garni, ef þú notar annað garn þá gæti flíkin fengið önnur mál.

Stærð:                    6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 8 ára

Ummál í cm:          70, 78, 83, 88, 91, 94, 98, 101, vídd á pilsi

Tillögur að garni:    Dala Lille lerki

Magn í gr:              150, 200, 200, 250, 250, 300, 350, 350 ( fer samt aðeins eftir hversu síð hún er hjá þér 

Prjónafesta:           24/10 á prjóna nr. 3,5

 

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

Buxurnar á myndinni með bláu peysunni eru Lauf leggings og fást hér

https://ammaloppa.is/collections/nyjar-vorur/products/lauf-buxur


Við mælum með