Aðalvík Barnapeysa
Skemmtileg „duggara peysa“ sem ég ákvað að gefa nafnið Aðalvík!
Aðalvík KE 95 var togari sem pabbi var skipstjóri á í mörg ár. Sá seinasti áður en hann hætti til sjós. Aðalvík er peysa sem er hentug á róló og í gönguferðina
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningu í laska og mismunandi munsturbekkjum sem samanstanda af sléttum og brugðnum lykkjum. Fyrirmyndin er þessi hefðbundna „duggarapeysa“ eða gansey sweater sem eru peysur notaðar af breskum sjómönnum. Peysan er ekki erfið í vinnslu og ætti því að henta þeim sem eru að byrja að prjóna og geta lesið úr munsturmynd. Svo er alveg ferlega gaman að prjóna hana þar sem þú ert aldrei að gera eins munstur 😊
Ég mæli með uppgefnu garni sem er non superwash garn, unnið á þann hátt sem skaðar ekki umhverfið. Það er 100% merinoull og kemur svo fallega út í svona munsturprjóni.
Ef þú ákveður að nota annað garn, gæti munstur komið öðruvísi út, málin orðið önnur eða magnið sem þú þarft orðið annað.
Stærð: 1, 2, 3, 4, 5, 6 til 8 ára, 8 til 10 ára
Ummál í cm: 59, 63, 65, 68, 72, 75, 79
Tillögur að garni: Dala merino 22, garnið er nýtt á markaði og fæst hjá www.prjónaklubburinn.is.
Einnig hentar Scout frá Kelbourne og hefur verið prófað í peysuna, það er 100% peruvian ull og fæst hjá www.rendur.is Athugið að það garn kemur í 100 gr hespum.
Magn í gr: 200, 250, 300, 300,350, 400, 450
Prjónafesta: 22/10 á prjóna nr. 4
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .
Buxurnar sem eru sýndar með bleiku peysunni eru Lauf leggings og fást hér :
https://ammaloppa.is/collections/nyjar-vorur/products/lauf-buxur