Afavesti

  • 950 ISK kr
VSK innifalin í verði


Ekta vesti eins og afi átti í gamla daga. Svo ótrúlega krúttlegt og sætt. En svona vesti er töff á alla stráka, utan yfir skyrtu og bol. Sparilegt og flott í afmælið, á sunnudögum eða bara utan yfir Spiderman náttfötin ef menn eru þar.

Vestið er prjónað fram og til baka neðan frá og upp. Listarnir meðfram boðungum eru gerðir eftir á og einnig listar í ermagati. Sléttar og brugðnar lykkjur í fjórðu hverri umferð gera skemmtilega gamaldags svip á vestið.

Frekar einfalt í framkvæmd 😉

Mál miðast við prjónafestu á uppgefnu garni, ef þú notar annað garn gætu málin orðið önnur.

 Stærð:                    1, 2, 3, 4, 5, 6 og 8 ára

Ummál í cm:          53, 59, 60, 63, 67, 70, 75

Tillögur að garni:    Filcolana pernilla, fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun  www.garnigangi.is

Magn í gr:              100, 100, 100, 100, 150, 150, 150

Prjónafesta:           24/10 á prjóna nr. 3,5

 

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með