Atlas húfa
Vegna eftirspurnar er húfan úr Atlas settinu einnig seld sér.
Húfan er prjónuð í hring og tekið úr og aukið í til skiptis til að fá þetta mjög svo góða lag á hana. Það er slétt og brugðið munstur fyrir miðju.
Ummál og stærðir eru reiknaðar út frá prjónafestu á uppgefnu garni. Það getur breyst ef annað garn er notað.
Stærð: 1 til 3ja mán, 3 til 6 mán, 6 til 12 mán og 1 árs.
Ummál í cm: Vídd : 32, 33, 35, 37/ Dýpt 13, 15, 16, 17 cm, mælt að framan
Tillögur að garni: Dala Lille lerki, fæst meðal annars í vefverslun prjónaklúbbsins.
Magn í gr: 1 dokka í allar stærðir, húfan er frá 20 til 50 gr.
Prjónafesta: 26/10 á prjóna nr. 3
Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka
Reikningsupplýsingar : 0123 - 26 - 201091 og Kennitala: 010865 - 3369
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .