Atlas ungbarnasett

  • 2.500 ISK kr
VSK innifalin í verði


Atlas ungbarnasett er frábært fyrir nýju borgarana. Með sokkum fyrir litlar tær og hjálmhúfu sem best á kollinn á þessi litlu. Peysan er minni útgáfa af peysu sem ég gerði fyrir löngu síðan og heitir Óðinn. Þannig að ef þú vilt gera peysu handa stóru systir eða bróðir er uppskriftin til.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður, garðaprjón á bol en ermarnar eru sléttar. Listarnir eru prjónaðir jafnóðum. Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og niður og í tveimur minnstu stærðunum gerði ég sokka á tásurnar sem má auðvitað sleppa. Húfan er þessi venjulega hjálmhúfa með litlum smáatriðum sem gera hana samt smá spes. Þetta er fallegt og einfalt sett sem er frábært í heimfarasett eða sem fyrstu fötin.

Prjónafestan er reiknuð út frá prjónafestu á uppgefnu garni. Gott að hafa í huga að ef þú notar annað garn geta málin á flíkinni orðið önnur.

Stærð:                    1 til 3ja mán, 3 til 6 mán, 6 til 9 mán, 9 til 12 mán, 12 til 18 mán í buxum og peysu. Stærðir í húfu, 1 til 3ja mán, 3 til 6 mán, 6 til 12 mán og 1 árs.

Ummál í cm:          Sjá kafla í uppskrift

Garn:                      Dala Lille lerki, garnið fæst meðal annars í netverslun www.prjonaklubburinn.is

Magn í gr:              200, 250, 300, 300, 300 í allt settið.   

Prjónafesta:           26/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

 


Við mælum með