Blíða

  • 1.350 ISK kr
VSK innifalin í verði


Dásamlegur kjóll á litlu skotturnar, kjóll sem var hannaður og prjónaður á Lilju Karen ömmustelpu sem brúðarmeyjarkjóll þegar mamma hennar og pabbi giftu sig 8 júlí 2023.

Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður með klauf á bakinu. Ermarnar eru þröngar með blúndu kanti neðst eins og er í pilsinu.


Stærð:                    6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4, 5, 6 ára

Ummál í cm:          50, 53, 56, 60, 63, 66, 67

Tillögur að garni:    Merci frá Filcolana

Magn í gr:              150, 150, 200, 200, 250, 250, 300

Prjónafesta:           28/10 á prjóna nr. 3

ATH að hvíti kjóllinn á myndunum er prótótípan og var gerður sérstaklega hátíðlegur með perlum og glimmeri. 

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með