Búi, húfa
Húfa í takt við Búa peysu 😊
Húfan er samt voðalega sæt ein og sér og með gott lag og eyru sem koma fram á vanga og halda kuldbola í burtu fyrir þessi allra minnstu.
Falleg og einföld húfa með eða án eyrna. Húfan er prjónuð með pernilla og uppskrift og mál miðast við það. Pernilla garnið er fínt ullargarn sem er einstaklega þægilegt í krakkaföt. Þau verða lipur, ekki of þykk en samt hlý.
Ég geri ráð fyrir eyrum á tvær minnstu stærðirnar en að sjálfsögðu er hægt að sleppa því eða setja eyru á allar stærðir. Bara eftir hentugleika.
Stærð: 6 til 12 mánaða, 1 til 3ja ára, 3ja til 5 ára
Ummál í cm: 40, 45, 50
Tillögur að garni: Filcolana Pernilla, fæst hjá Garn í gangi og í netverslun https://garnigangi.is/
Magn í gr: 50 gr í húfu og 50 gr fyrir munsturlit. Ath. Hægt er að nota afgang í munstrið þar sem það er í mesta lagi 20 til 30 gr sem fer í þann part.
Prjónafesta: 22/10 á prjóna nr. 4
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .