Frost Jakkapeysa
Frost jakkapeysa er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka og listarnir eru prjónaðir jafnóðum. Peysan á að vera frekar stór og víð (bulky) Munstrið á bolnum er þétt en gefur samt eftir við notkun. Munstur er hefðbundið slétt og brugðið munstur og passar afar vel í þessa peysu.
Ummál eru reiknuð út frá prjónafestu á uppgefnu garni og ummálið er á tilbúinni flík, reiknað með sirka plús 8 til 10 cm í umframvídd.
Stærð: 6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4, 6 og 8 ára.
Ummál í cm: 55, 58, 64, 69, 71, 82, 89
Tillögur að garni: Peruvian High land ull frá Filcolana , garnið fæst hjá Garn í gangi eða netverslun www.garnigangi.is
Magn í gr: 200, 200, 250, 300, 350, 400, 450 ( fer aðeins eftir hvað þú vilt gera síða)
Prjónafesta: 18/10 í sléttu prjóni á prjóna nr. 5. Munstrið er þétt og prjónafestan er 20/10 á bol og er ummálið reiknað út frá því .
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .