Stuðlar, sett

  • 2.800 ISK kr
VSK innifalin í verði


ATH. Þessi uppskrif inniheldur allt settið. Peysu, buxur, húfu og kraga.

Hér erum við að tala um allt Stuðlar settið :)

PEYSA

Peysan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningum við laska. Munstrið á berustykki og ermum er auðvelt slétt og brugðið munstur. Peysan er frekar auðveld að prjóna og flækjustigið ekki mikið, svo óvanir ættu að geta reynt sig við þessa. 

Stærð:                    6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4, 5 ára.

Ummál í cm:           52, 55, 58, 63, 65, 67 

Magn í gr:              150, 200, 250, 250, 300, 300 ( fer smá eftir sídd)

Prjónafesta:           23 til 24/10 á prjóna nr. 3.5

BUXUR

Buxurnar eru prjónaðar neðan frá, skálmarnar fyrst og síðan settar saman í klofinu. Þær eru háar í mittið og með stuttum umferðum á bossanum. Munstrið í buxunum gerir þær teygjanlegar og gott að gera skálmarnar aðeins lengri, bretta upp og nota síðan lengur.

 Stærð:                    6 til 12 mánaða, 1 árs, 2 til 4 ára, 5 ára

Ummál í cm:          47, 50, 57, 60

Magn í gr:              150, 150 200 til 250 ( eftir aldri) 300

Prjónafesta:           23 til 24/10 á prjóna nr. 4

HÚFA

Húfan er prjónuð með sléttum og brugðnum lykkjum, hún er þétt og góð og einnig teygjanleg. Útskýring á eyrum gera þér kleif að setja eyru á allar stærðir eða enga 😊 þitt er valið.

Þessi uppskrift bíður upp á að vera prjónuð hvar sem er, í bílnum, búðinni, bíó, á læknastofunni, kirkjunni eða bara alls staðar .

 Stærð:                    6 til 12 mánaða, 1 til 2ja ára, 2 til 4 ára, 5 ára

Ummál í cm:          27, 30, 32, 34

Magn í gr:              50, 50, 50, 80 ATH í minni stærðir geri ég ráð fyrir eyrum en ekki uppábroti

Prjónafesta:           23/10 á prjóna nr. 3.5

KRAGI

Kraginn er prjónaður ofan frá og niður með útaukningu á axlarstykki og fallegum I cord kanti í hliðum. Hann skiptist síðan í tvö stykki sem eru prjónuð fram og til baka. 

Stærð:                    6 mánaða til 2ja ára,  3 til 5 ára     

Magn í gr:              50 gr í báðar stærðir

Prjónafesta:           22/10 á prjóna nr. 4

 

Garnið sem ég gef upp er Non superwash merinoull, dásamlega mjúkt garn, unnið á þann hátt sem skaðar ekki umhverfið.

Uppgefið garn er KIND merinoull, garnið fæst hjá Prjónaklúbbnum eða í netverslun https://prjonaklubburinn.is/

 

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með