Ægir samfestingur
Samfestingurinn er prjónaður ofan frá og niður, með útaukningu í laska og fallegu munstri á hliðinni og ofan á ermum. Ermarnar eru prjónaðar með brugðnu prjóni og listarnir eru gerðir eftir á
Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu.
Stærð: 6 mánaða, 12 mánaða, 1, 2 , 3, 4 ára
Ummál í cm: 54, 56, 58, 60, 64
Tillögur að garni: Sandnes merinoull eða Merry merino 140 sem fæst hjá www.rendur.is
Magn í gr: 250, 300, 350, 400, 450
Prjónafesta: 22/10 á prjóna nr. 3,5
Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka
Reikningsupplýsingar : 0123 - 26 - 201091 og Kennitala: 010865 - 3369
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .