Birta húfa og kragi
Birta bíddu eftir mér! söng einhver hér um árið.
Þetta munstur hef ég notað töluvert síðan ég byrjaði að gera uppskriftir og núna seinast í teppinu hennar Hildar. Húfan er voða sæt og passar fínt á litla gorma og kraginn, hann bara fylgir með.
Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. Það er hvernig þú kæri prjónari vinnur með garnið. Einnig mæli ég með að þú takir ummál á barninu og ákveðir svo stærð til að prjóna.
Stærð: 1 til 6 mán, 6 til 12 mán, 1 til 2ja ára. 2 til 4 ára, 6 til 10 ára.
Ummál í cm: 35, 38, 42, 45, 46
Tillögur að garni: Sandnes, Merinoull, Smart ,Duo eða annað sem hentar fyrir þessa prjónafestu
Magn í gr: 150, 150, 200, 200, 200 í settið.
Prjónafesta: 22/10 á prjóna nr. 3,5
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .