Frost sett, Samfestingur, húfa og vettlingar
Athugið að þetta sett samanstendur af Samfesting, húfu og vettlingum.
Einnig er hægt að kaupa uppskriftirnar hverja fyrir sig ef þú óskar ekki eftir öllu settinu
Athugið að í húfu og vettlinga er notað Pernilla frá Filcolana en í peysu og buxur er notað Peruvian frá Filcolana. Uppistaðan í þessu garni er sú sama en prjónafestan er önnur.
Garnið í þetta sett færðu hjá GArn í gangi eða netverslun www.garnigangi.is
Samfestingur
Vinsamlega sjáið vinnulýsingu á hverri vöru fyrir sig á síðunni minni.
Ummál eru reiknuð út frá prjónafestu á uppgefnu garni og ummálið er á tilbúinni flík, reiknað með sirka plús 5 til 8 cm í umframvídd.
Stærð: 3 til 6 mán, 6 til 12 mán, 1, 2, 3, 4 og 5 ára
Ummál í cm undir höndum : 51, 53, 59, 63, 68, 70, 74
Tillögur að garni: Peruvian High land ull frá Filcolana
Magn í gr: 200, 250, 250, 300, 350, 400, 400 gr af uppgefnu garni.
Prjónafesta: 18/10 á prjóna nr. 5
Húfa
Stærð: 6 – 12 mánaða, 1 – 3 ára, 3 – 6 ára, 6 – 8 ára
Ummál í cm: 35, 38, 42, 44
Tillögur að garni: Pernilla frá Filcolana
Magn í gr: 50, 50, 50, 50 til 100
Prjónafesta: 22/10
Vettlingar
Stærð: 0 til 12 mán, 1 til 2 ára, 2 til 3 ára, 4 til 6 ára
Tillögur að garni: Pernilla frá Filcolana
Magn í gr: 50 gr eða ein dokka.
Prjónafesta: 23/10 á prjóna nr. 3.5
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .