Hjálmhúfa Ömmu Loppu

  • 750 ISK kr
VSK innifalin í verði


Hjálmhúfur eru svo góðar á þessi litlu, falla vel á höfði og passa upp á litlu eyrun og ennið. Bestar í vagninn og sætar með dúsk, gott að eiga nokkrar. Þessi er upplögð í öllum litum á dýrgripinn.

Þetta er bara þessi venjulega hjálmhúfa, prjónuð fram og til baka með garðaprjóni og saumuð saman á eftir. Þessi er gefin upp í fínu garni á prjóna númer 3, fyrir til dæmis Lanett, Tyn merino, eða sambærilegt. Dala lille lerki er líka gott í þessa en þá verður húfan aðeins stærri. 

Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu.

 Stærð:            Fyrirbura, 1 til 3ja mánaða, 3ja til 6 mánaða, 6 til 12 mánaða, 12 til 18 mánaða

Tillögur að garni:    Sandnes Sunday (eða Dala lille lerki)

Magn í gr:              50 ,50, 50, 50, 100

Prjónafesta:           28/10 á prjóna nr. 3 / 26/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin berst þér á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið staðfest.


Við mælum með