Jökull, ungbarnasett

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Mikilvægir fylgihlutir til að halda hita á minnsta fólkinu okkar.

Settið samanstendur af hefðbundinni hjálmhúfu sem er þrátt fyrir garðaprjón, prjónuð í hring og kollurinn saumaður, prjónaður eða lykkjaður saman eftir á.

Sokkar og vettlingar, einnig prjónað með garðaprjóni svo það verði þykkt og hlýtt. Einfalt og fljótlegt að prjóna . Það er ekki gert ráð fyrir þumli á vettlingana.

Ég mæli með mjúku garni í settið eins og uppgefnu garni sem er 100% merinoull. Unnin á þann hátt sem skaðar ekki náttúruna, garnið er mjög mjúkt og hentar því ákaflega vel í ungbarnaföt.

Stærð:                    Húfan, 0, 1 til 3 mánaða, 3 til 6 mánaða. Sokkar og vettlingar koma í tveimur stærðum. 0 til 2ja mán, 3 til 6 mánaða

Ummál í cm:          Sjá í hverjum hluta uppskriftar

Tillögur að garni:    Kind merinoull, garnið er flutt inn af Kind knitting og fæst hjá www.prjonaklubburinn.is

Magn í gr:            100, 120

Prjónafesta:           24/10 á prjóna nr. 3.5

Þú þarft að nota lítinn hringprjón í húfu og sokkaprjóna nr. 3.5 í vettlinga og sokka


Við mælum með