Lauf , buxur
Lauf peysan hefur heldur en ekki verið ein af þeim vinsælli hjá mér. Það hefur verið lengi í kollinum að gera fallegar buxur við hana og ég vona að ykkur þyki þær eins fallegar og mér .
Skálmarnar eru prjónaðar fyrst og síðan eru buxurnar settar saman. Það eru stuttar umferðir á bakstykkinu og band í mittið. Á hliðunum er fallegt laufmunstur sem nær frá ökkla og upp að streng.
Ég nota Bio Balance, garn sem er blandað ull og bómull, garnið er létt og alls ekki of heitt og passar fullkomlega í þessar buxur.
Vinsamlega athugaðu að málin á flíkinni er miðuð við prjónafestu á uppgefnu garni. Ef þú ákveður að nota annað garn mæli ég með að gera prjónafestuprufu því málin gætu orðið önnur.
Stærð: 3 mán, 6 til 12 mán, 1, 2, 3, 4 til 6 ára.
Ummál á mitti í cm: 43, 48, 50, 52, 57, 58
Tillögur að garni: Bio Balance frá BC garn, þú færð garnið hjá MeMe knitting á Dalbraut 3 eða í netverslun www.memeknitting.com
Magn í gr: 50, 100, 100, 100, 150, 150
Prjónafesta: 26/10 á prjóna nr. 3
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .