Lauf, Jakkapeysa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Lauf og Eik barnapeysurnar hafa verið vinsælar hjá mér enda ofur fallegar peysur og sparilegar. Þetta er fullorðins útgáfan :)

Peysan er prjónuð neðan frá og upp, fram og til baka með garðaprjóni. Það er lauf munstur á miðju baki og meðfram opi að framan. Listarnir eru prjónaðir jafnóðum með sléttum og brugðnum lykkjum. Peysan er falleg eins og Lauf og Eik barnapeysurnar og tala ekki um hvað hún er kósí.

Ég notaði Puno frá Rauma sem er baby alpakka og merinoull, var nokkuð ánægð með hvað það „háraði“ lítið á með ég prjónaði. Góð blanda og gæðagarn sem ég mæli með í þessa peysu.

Stærð:                    Xsmall, Small, medium, large, X large, XX large

Ummál á bol í cm: 107, 114, 120, 128,135, 140

Brjóstmál í cm        99, 105, 113, 120, 127, 134

Tillögur að garni:    Rauma, Puno Alpakka eða Drops air

Magn í gr:              500, 500, 550, 550, 600, 650 ( meðalsídd á peysu)

Prjónafesta:           14/10 á prjóna númer 7, í garðaprjóni.  


Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með