Matrósarkjóll Ömmu Loppu

  • 1.350 ISK kr
VSK innifalin í verði


Þegar ég var lítil stelpa var ég puntuð upp í kjól, háa skokka og spariskó á sunnudögum og allt toppað með slaufu í hárinu Það þótti mjög fínt. 

Til upplýsinga.

Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður, hann er með klauf í baki og því prjónaður fram og til baka til að byrja með en tengt í hring eftir nokkrar umferðir. Ermarnar eru stuttar, kantarnir eru sléttir og prjónaðir eða saumaðir niður. Kraginn er gerður eftir á. Pilsið er ekki mjög vítt og sídd getur þú ráðið sjálf.

Uppskriftin er reiknuð eftir prjónafestu á uppgefnu garni og ummálið er á tilbúnum kjól og er mælt undir höndum.

Stærð:                    1, 2, 3, 4 og 5 ára.

Ummál í cm:          53, 58, 62, 65, 68   

Tillögur að garni:    Dala Lille lerki. Garnið fæst í kjólinn fæst hér: https://prjonaklubburinn.is/

Magn í gr:              150, 200, 250, 300, 300 af aðallit og 50 gr af lit fyrir rendur

Prjónafesta:           24/10 á prjóna nr. 3,5

 

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

 


Við mælum með