Viktoríukjóllinn
Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður, í hring eftir að búið er að gera klauf í bakið, þá er pífa í mittinu og á ermum. Pífan er prjónuð sér og síðan prjónuð föst við flíkina, ekkert vesen hér. Kjóllinn er auðveldur að prjóna en samt sem áður vinna því pilsið er vítt og með blúndumunstri sem þarf að hafa hugann við á meðan þú prjónar.
Stærð: 6-12 mán., 1, 2, 3, 4, 5 ára
Ummál í cm: 45, 50, 51, 52, 55, 56 (miðað við mál undir brjósti
Tillögur að garni: Filcolana Merci, fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun www.garnigangi.is
Magn í gr: 200, 200 250, 250, 300, 300
Prjónafesta: 28/10 á prjóna nr. 3
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .