Bergvík barnapeysa
Bergvík KE 22 var skuttogari í eigu Hraðfrystihúss Keflavíkur. Annar af tveimur en hinn var Aðalvík KE 95
Það var því alltaf á planinu hjá mér að gera Bergvík í þessu sívinsæla duggara útliti.
Hver þarf ekki tvær duggara peysur !
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með þremur mismunandi munsturbekkjum sem eru prjónaðir til skiptis í peysunni. Munsturbekkir samanstanda af sléttum og brugðnum lykkjum svo það ætti að vera á flestra færi að prjóna þessa fallegu peysu.
Stærð: 1, 2, 3, 4, 5, 6 til 8 ára, 8 til 10 ára
Ummál í cm: 56, 60, 64, 72, 78, 84, 90
Tillögur að garni: Kelbourne scout, annar möguleiki: Kremke merry merino 110
Magn í gr: 200, 200, 300, 300, 350, 400, 400 , miðað við Scout, þú þarft meira í Kremke merino
Prjónafesta: 20/10 á prjóna nr. 4,5
Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka
Reikningsupplýsingar : 0123 - 26 - 201091 og Kennitala: 010865 - 3369
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .