Búi
Búi er súpersæt, klæðileg og ferlega skemmtileg á prjónunum. Berglind ein af þeim flottu konum sem prufuprjóna fyrir mig, á heiðurinn af hugmyndinni og nafninu :)
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með heilu berustykki. Hún er frekar létt í vinnslu og með einföldu og auðveldu munstri og mundi því alveg vera tilvalinn fyrir óvana, að æfa tvíbandaprjón.
Stærð: 1, 2, 3, 4 til 6 ára, 6 til 8 ára,
Ummál í cm: 60, 65, 68, 73, 75
Tillögur að garni: Pernilla frá Filcolana, fæst hjá Garn í gangi og í netverslun https://garnigangi.is/
Magn í gr: 150, 150, 20 , 200, 200, 250 /aukalitur 50, 50 ,100, 100, 100, 100
Prjónafesta: 24/10 á prjóna nr. 4
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .