Mía, peysukjóll
Míu línan varð til 2020 þegar ég fékk tvær ömmustelpur í byrjun árs. Litlar dömur sem stækka og eru orðnar rúmlega 4 ára þegar þessi uppskrift verður til og önnur þeirra orðin stóra systir.
Undir áhrifum frá Míu línunni minni ákvað ég að gera enn eina sæta peysu sem er flott við leggings eða buxur.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með útaukningum í munstri sem myndar laska. Peysan er með A útaukningu og er síðari en venjulegar peysur. Það er einnig hægt að síkka meira og gera kjól með lítilli fyrirhöfn og meira garni nú eða bara beisik peysu😉
Að öðru leiti einföld og passar vel fyrir óvana prjónara mundi ég segja.
Ég notaði handlitað DK delux frá Dottir dyeworks í peysuna
Stærð: 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 8 ára.
Ummál í cm: 55, 57, 61, 65, 68, 72, 75
Tillögur að garni: Dk delux SW merinoull eða annað garn sem gefur sömu prjónafestu
Magn í gr: 200, 250, 250, 300, 350, 350, 400
Prjónafesta: 22/10 á prjóna nr. 4
Þú þarft að nota hringprjón og sokkaprjóna nr. 3 og 4 ,prjónamerki og nál til frágangs.
Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka
Reikningsupplýsingar : 0123 - 26 - 201091 og Kennitala: 010865 - 3369
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .