Kríli, Samfestingur
Lítill og mjúkur úr dásamlega mjúkri ull, hvað er betra fyrir litla krílið til að halda á sér hita fyrstu mánuðina. Þessi er æðislegur sem fyrstu fötin, fyrir utan að vera fallegur og látlaus og þægilegt að geta hneppt alla leið niður.. Litlurnar mínar notuðu þessa samfestinga á fyrstu vikunum eftir að þær komu í heiminn.
Stærð: Fyrirbura, 0 til 2ja mánaða, 3 til 6 mánaða, 6 til 9 mánaða.
Ummál í cm: 42, 45, 50, 52
Tillögur að garni: Sunday frá Sandnes, fæst í netverslun www.maro.is
Magn í gr: 100, 100, 150, 200 ( 235 metrar í 50 gr.
Prjónafesta: 28/10 á prjóna nr. 3
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla er staðfest. Ef þú velur að millifæra koma upplýsingar um reikning í ferlinu.