Bambi húfa
Bambi húfa er með þessu vinsæla sniði sem er kallað kysa eða bonnet. Gott snið sem fellur vel að litlum kollum og er tilvalin handa nýburanum í fjölskyldunni.
Stærð: 0 til 3 mánaða, 3 til 6 mánaða, 6 til 9 mánaða, 9 til 14 mánaða
Ummál í cm: 28, 30, 34, 36
Tillögur að garni: Dala Lille Lerki eða sambærilegt garn
Magn í gr: 50 til 100.
Prjónafesta: 26/10 á prjóna nr. 3
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .