Birta
Birta varð til á augnabliki, rétt eins og er stundum í lífinu hjá okkur, stelpurnar á vikunni báðu mig að gera eitthvað fyrir lesendur í Covid krísunni. Það birtir upp, sólin skín og allt verður svo fallegt og flott.
Birta er upplögð fyrir byrjendur sem og lengra komna prjónara. Fljótleg, einföld og passar fyrir öll tilefni. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, hún á að vera víð og síð og geri ég ráð fyrir meiri yfirvídd en meðal. Það má sleppa röndum eða leika sér með þær, en ég er þessi kona sem á erfitt með rendur og hef alltaf mjög kurteisar rendur í mínu prjóni 😉
Stærð: 6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4, 5, 6 til 8 ára , 8 til 10 ára og 10 til 12 ára
Ummál í cm: 60, 64, 65, 67, 71, 75, 78, 82, 85
Tillögur að garni: Pernilla frá Filcolana, fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun www.garnigangi.is
Magn í gr: Litur A, Brúnn 100, 100, 150, 150, 150, 200, 200,250, 250
Litur B; Hvítur 50, 50, 50, 100, 100, 100, 100, 150, 150
Litur C, Bleikur 50 eða ein dokka í allar stærðir
Prjónafesta: 22/10 á prjóna nr. 4
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar.