Dúkkukjóll og hárband.
Sætur og krúttlegur kjóll á dúkkuna er smá nauðsyn fyrir litlar dúkkumömmur .Hárbandið er svo eiginlega bara til að setja punktinn yfir i í þessu sæta setti.
Dúkkukjóllinn er í einni stærð og miðað við að hann passi á dúkku sem er um það bil 40 til 45 cm eða svipuð að stærð og baby born.
Þú getur notað í raun hvaða garn sem er sem passar við prjónafestu 27 - 28/10 og prjóna nr. 3.
Til dæmis, Sunday , Lanett, Sisu, Dala baby Ef þú vilt gera peysuna á stærri dúkku geturðu stækkað prjóna um hálft númer og notað dala lille lerki. En það er bara smá hugmynd. Uppskrift miðast við fínna garn😉
Magn af garni: Í kjól og hárband fer rúmlega ein dokka af garni.
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .