Eik
Þetta er stærri útgáfan af Lauf peysu. Falleg sparipeysa á gormana og aðeins fljótlegri í vinnslu þar sem í þessari er notað grófara garn og stærri prjónar.
Peysan er prjónuð neðan frá og upp, með garðaprjóni og laskaúrtöku. Með fallegu laufmunstri á bakinu og við boðungana. Listarnir eru prjónaðir jafnóðum sem gerir hana nokkuð fljótlega í vinnslu
Stærð: 1, 2, 3, 4, 5 og 6 ára.
Ummál í cm: 57, 60, 63, 66, 68, 70
Tillögur að garni: Pernilla frá filcolana, fæst hjá Garn í gangi og í netverslun https://garnigangi.is/
Magn í gr: 150, 200, 200, 250, 250, 250 af uppgefnu garni. Ef þú notar annað garn gæti þurft meira!
Prjónafesta: 22/10 á prjóna nr. 4
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .