Fræ húfa

  • 750 ISK kr
VSK innifalin í verði


Krúttleg húfa, með eða án pífu. Þessi er alveg tilvalin í afgangaprjón og lítið mál að sleppa fræjum og gera sitt eigið tvist. Passar líka svona vel við Fræ samfesting

Húfan er með góðu sniði sem fellur vel að litlum kollum. Alveg tilvalin sem partur af fyrsta setti handa nýburanum í fjölskyldunni.

Stærð:                    0 til 2 mánaða, 3 til 6 mánaða, 6 til 12 mánaða, 12 til 18 mánaða

Ummál í cm:          28, 30, 34, 36 

Tillögur að garni:    Dala Lille lerki

Magn í gr:              1 dokka af uppgefnu garni í allar stærðir.

Prjónafesta:           26/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin berst á rafrænu formi þegar greiðsla hefur verið staðfest, ef þú velur að millifæra koma reikningsupplýsingar upp í ferlinu.

 


Við mælum með