Fræ "Romper"

  • 1.050 ISK kr
VSK innifalin í verði


Litlar sætar smekkbuxur í Fræ línu, passa við allt og punta upp á litlu krúttin okkar svo að þau verða bara ómótsæðileg. Frekar töff að eiga í tveimur litum eða fleirum

Buxurnar eru prjónaðar neðan frá og upp, bak og framstykki prjónað í sitt hvoru lagi, síðan sett saman. Buxurnar eru með örlitlu pokasniði eða svona bulky 😊 Það má sleppa fræjum og gera þær bara sléttar svona ef það er málið. Flestir ættu að geta hent í þessar.

Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. Það er hvernig þú kæri prjónari vinnur með garnið. Einnig mæli ég með að þú takir ummál á barninu og ákveðir svo stærð til að prjóna.

 

Stærð:                    0 til 3 mán, 3 til 6 mán, 6 til 9 mán, 9 til 12 mán, 12 til 18 mán.

Ummál í cm:          48, 50, 51, 52, 54

Tillögur að garni:    Dala Lille lerki

Magn í gr:              100, 100, 100, 150, 150

Prjónafesta:           26/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin er send á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið staðfest. Ef þú velur að millifæra koma upplýsingar um reikning í ferlinu. 

Athugið að húfan fylgir ekki með!


Við mælum með