Hraun, barnabuxur
Allir elska svona rip buxur/leggings. Ómissandi í leikskólann og innundir pollagalla og snjógalla. Svo bara krúttlegt við peysur og þá mundi Hraun barnapeysan koma sterk inn 😉
Athugið að buxurnar eru prjónaðar í svona stroff lúkki, verða smá eins og spagettí. Koma vel út samt sem áður. Ég hafði þær frekar í stærri kantinum svo þær geti verið lengur í notkun. Skálmar eru prjónaðar fyrst og buxurnar settar saman í klofinu. Stuttar umferðir á bakhluta og strengurinn er saumaður niður.
Stærð: 6 til 12 mánaða, 1 árs, 2 til 3 ára, 3 til 4 ára, 4 til 5 ára
Ummál í cm: 50, 55, 60, 65, 70
Tillögur að garni: Sandnes merinoull eða annað sambærilegt garn
Magn í gr: 150, 200, 250, 350, 350 af uppgefnu garni
Prjónafesta: 21 - 22/10 á prjóna nr. 4
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .
Ef þér hentar ekki að greiða með korti þá er að sjálfsögðu hægt að millifæra með því að velja þann möguleika í ferlinu. Mundu bara að senda mér kvittun svo þetta gangi allt hratt og vel fyrir sig.