Húfan hans Eysteins
Húfan er mjög plain og flott, með úrtöku sem er vinsæl hérna á Norðurlöndum og mig langaði til að prufa. Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. Með stærðir á húfu þá getur sama húfa oft passað á 1-2 og 2-3, það fer aðeins eftir teygjanleika á garninu sem þú velur.
Stærð: 6 – 12 mánaða, 1 – 3 ára, 3 – 6 ára, 6 – 8 ára
Ummál í cm: 35, 38, 42, 45
Tillögur að garni: Pernilla frá Filcolana, fæst í netverslun https://maro.is/
Magn í gr: 50, 50, 50, 50 til 100 .
Prjónafesta: 22/10 á prjóna nr. 4//ég nota prjón nr. 3,5 til að fá húfuna þéttari.
Uppskrift er send á rafrænu formi þegar greiðsla hefur verið staðfest