Húfan mín!
Þetta er mín útgáfa af þessari sívinsælu húfu.
Hún er eins auðveld og hægt er að vera og upplagt að henda í nokkrar svona fyrir kalda tímabilið, töff tímabilið nú eða bara sumarið ef maður vill. Húfan er prjónuð úr tvöföldu Arwetta á prjóna nr. 3.5 og er þar af leiðandi þykk og hlý.
Stærð: 2 til 6 ára, 6 til 12 ára, Small, Medium, Large
Tillögur að garni: Arwetta frá Filcolana, fæst í netverslun www.maro.is
Magn í gr: 100, 100, 100, 100, 100
Ummál í cm : 42, 45, 47, 47, 48
Prjónafesta:24/10 á prjóna nr. 3,5
Uppskriftin er send á rafrænu formi þegar greiðsla hefur verið staðfest.