Kjóllinn hennar Lilju
Lilja Karen er önnur af tveimur ömmustelpunum sem fæddust í Febrúar 2020. Hún á flottasta fæðingardaginn eða 20.02.2020. Þetta er kjóllinn hennar. Ég vona að þér líki kjóllinn enda er hann algjör klassík, einfaldur og fallegur.
Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður með lítilli klauf í bakið, tvískiptu pilsi og pífu á ermunum og berustykki. Það er fitjað upp og fellt af með I cord og litlar fellingar skipta pilsinu í tvo parta. Mörg atriði sem gera þennan kjól mjög svo fallegan.
Í kjólinn notaði ég handlitað garn frá Mal, sem gefur honum sérstakt útlit. Þú getur notað allt garn frá Mal sem er með prjónafestu 27 til 28/10 og heitir Fingering. Litirnir er ótrúlega fallegir og gefa kjólnum algera sérstöðu. Ég notaði NSW merinoull frá MAl og er mjög ánægð með mína kjóla.
Stærðir eru reiknaðar út frá prjónafestu á garninu, ef þú notar annað garn gætu málin orðið önnur.
Stærð: 3 mán, 6 mán, 1 árs, 2 ára, 3 ára, 4 ára , 6 ára, 8 ára
Ummál í cm: 46, 49, 54, 56, 61, 64, 68, 72
Tillögur að garni: Mal handlitað garn, garnið fæst á www.malband.is en athugið að það kemur í 100 gr. Hespum. Einnig er hægt að nota Merci frá Filcolana sem fæst hjá Garn í gangi eða í netverslun www.garnigangi.is
Magn í gr: 200, 200, 250, 250, 300, 300, 350, 450
Prjónafesta: 27 til 28/10 á prjóna nr. 3
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .