Kríli samfella

  • 1.050 ISK kr
VSK innifalin í verði


Falleg samfella úr mjúkri ull er tilvalin í fataskáp ungabarnsins og heldur hita á litlum kroppi sem er að venjast veröldinni.

Samfellan er prjónuð ofan frá og niður með litlu einföldu gatamunstri á berustykkinu, hneppt á baki og í klofi og fellingu í mittinu.

Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. Það er hvernig þú kæri prjónari vinnur með garnið. 

Stærð:                    Fyrirbura, 1 til 3ja mánaða, 3 til 6 mánaða, 6 til 9 mánaða 9 til 12 mánaða.

Ummál í cm:          41, 44, 47, 49, 51  

Tillögur að garni:    Sunday frá Sandnes, hrein merinoull eða KFO merinoull. Sunday Fæst í netverslun www.maro.is

Magn í gr:              100, 100, 100, 100, 150

Prjónafesta:           28/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla er staðfest. Ef þú velur að millifæra þá koma upplýsingar um reikning í ferlinu.


Við mælum með