Kríli, Samfestingur

  • 1.350 ISK kr
VSK innifalin í verði


Lítill og mjúkur úr dásamlega mjúkri ull, hvað er betra fyrir litla krílið til að halda á sér hita fyrstu mánuðina. Þessi er æðislegur sem fyrstu fötin, fyrir utan að vera fallegur og látlaus og þægilegt að geta hneppt alla leið niður.. Litlurnar mínar notuðu þessa samfestinga á fyrstu vikunum eftir að þær komu í heiminn.

Samfestingurinn er prjónaður ofan frá og niður, hnepptur á hlið alla leið niður og listarnir gerðir jafnóðum. Hann er einfaldur og upplagður sem fyrsta flíkin. Ég mæli með að þú notir Sunday garnið frá Sandnes en það er merinoull sem er ekki superwash meðhöndluð. Hrein og mjúk ull sem er góð á móti nýrri ungbarnahúð.

Stærð:                    Fyrirbura, 0 til 2ja mánaða, 3 til 6 mánaða, 6 til 9 mánaða.

Ummál í cm:          42, 45, 50, 52 

Tillögur að garni:    Sunday frá Sandnes

Magn í gr:              100, 100, 150, 200 ( 235 metrar í 50 gr.

Prjónafesta:           28/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla er staðfest. Ef þú velur að millifæra koma upplýsingar um reikning í ferlinu.

Athugið að póstur með link á uppskrift lendir í sumum tilfellum í ruslpósti.


Við mælum með