Lauf Kjóll

  • 1.350 ISK kr
VSK innifalin í verði


Fallegur kjóll á litlar skottur en kjóllinn var ansi lengi í startholunum hjá mér. Loksins kom hann og er bara fullkominn .

Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður með litla klauf á bakinu. Það er felling í mittið og I cord affelling á pilsinu. Pilsið á kjólnum er ekki mjög vítt en að sjálfsögðu geturðu bætt 1 til 2 munsturmyndum ef þú vilt hafa pilsið víðara.

Tækni sem gott er að kunna. Felling í mittið, I cord affelling

Garnið sem ég gef upp er með 250 metra í 50 gr. Ef þú notar annað garn getur verið að þú þurfir meira magn.

Stærð:                    6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4, 5 ára.

Ummál í cm:          tekið undir handveg: 47, 50, 53, 56, 57, 60

Tillögur að garni:    Lamb merinoull frá Kind knitting. Fæst hjá www.prjonaklubburinn.is

Magn í gr:              100, 120, 150, 150, 200, 200 miðast við stuttar ermar.

Prjónafesta:           28/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með