Líf peysa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Þetta er peysan úr Líf settinu, falleg, einföld, klæðileg og falleg. Stærðin er upp að 5 ára, upplagt ef það er stór bróðir eða systir sem vill vera í stíl við litla krúttið. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, hneppt á hlið og listar eru prjónaðir jafnóðum. 

Stærð:               Lítið, 0 – 3 mán, 3 - 6 mán,  6 - 9 mán, 9 – 12 mán, 1 , 2 ára, 3 - 5 ára

Ummál í cm:          50 ,52, 54, 56, 58, 59, 65

Tillögur að garni:    Dala Lille lerki

Magn í gr:              150, 200, 200, 250, 250, 300, 350 

Prjónafesta:           26/10 á prjóna nr. 3

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með