Lilja húfa
Það er mikið búið að biðja um húfu við Lilju peysuna, sem er hér á mynd með húfunni. Ég lét loks verða af því þegar ömmustelpan Lilja Karen fæddist
Húfan er mjög einföld og flott, með litlum köðlum sem eru ekki flóknir í framkvæmd. Þeir eru líka í Lilju peysunni. Snúran er gerð fyrst og síðan eyrun prjónuð í sitthvoru lagi. Kanturinn á húfunni kemur síðan í framhaldi af eyrunum. Kemur mjög smart út 😉
Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. .
Stærð: 1 til 6 mán, 6 til 12 mán, 1 til 2ja ára. 2 til 4 ára
Ummál í cm: 35, 38, 42, 45
Tillögur að garni: Sandnes merinoull eða sambærilegt garn
Magn í gr: 2 dokkur í allar stærðir ( gæti þó dugað 1 og afgangur í þessa minnstu )
Prjónafesta: 22/10 á prjóna nr. 3,5
Peysan á myndinni er Lilja og fæst hér :
https://ammaloppa.is/collections/nytt/products/lilja
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .